SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN
Á VESTURLANDI
NÁMS
VÍSIR
VORÖNN 2017
Skoðaðu úrvalið ... www.simenntun.is
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
Styrkur þinn
til náms
Landsmennt er fræðslusjóður samtaka atvinnulífsins
og verkafólks á landsbyggðinni.
Sjóðurinn styrkir starfsmenntun beint til fyrirtækjanna sjálfra.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.landsmennt.is
Landsmennt
Skipholti 50 b, 3. hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • [email protected]
Átt þú rétt
á styrk ?
Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til
fyrirtækja í útgerð.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar
Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is
Sjómennt
Skipholti 50 b, 3. hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • [email protected]
2
NámSVISIR
VORÖNN 2017
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN
Á VESTURLANDI
NÁMS
VÍSIR
VORÖNN 2017
www.simenntun.is
VeSTURLaND
Kennsla á vegum Símenntunar
fer fram á þessum stöðum
á Vesturlandi:
BÚÐARDALUR STYKKISHÓLMUR
GRUNDARFJÖRÐUR SNÆFELLSBÆR
BORGARNES AKRANES
NÁMSVÍSIR
vorannar 2017
ÚTGEFANDI: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
ÁBYRGÐARMAÐUR: Inga Dóra Halldórsdóttir
UMBROT: Óli Arnar
PRENTUN: Prentmet
3
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
...og það er
komið árið
2017...
Gleðilegt ár! Hér gefur að líta námsvísi Símenntunar-
miðstöðvarinnar fyrir vorönn 2017. Námskeið og
lengra nám er af ýmsum toga og í takt við þá eftir-
spurn sem við höfum fundið fyrir. Það sem er í
námsvísinum er þó ekki tæmandi, en við sérsníðum
námskeið og nám allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Á vorönn 2017 eru fjölmörg námskeið sem nýtast
atvinnulífinu á Vesturlandi.
Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og við erum
m.a. að bregðast við aukinni fræðsluþörf í greininni
með námskeiði í móttöku gesta, en þetta námskeið
er að stærstum hluta í fjarnámi og er samstarfs- og
þróunarverkefni sem er styrkt af Sóknaráætlun Vestur-
lands. Við munum síðan bjóða upp á fleiri námskeið
fyrir ferðaþjónustuna næstu mánuði og verða þau
jafnóðum birt á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar.
Við erum nú þegar farin af stað með grunnnám
fyrir fiskvinnslufólk í Grundarfirði og viljum gjarnan
koma fleiri námskeiðum af stað fyrir fólk í fiskvinnslu á
Snæfellsnesi.
Landnemaskóli, íslenska fyrir innflytjendur og fjöl-
breytt fræðsla fyrir þennan hóp er mjög mikilvæg og við
leggjum okkar af mörkum í þeim efnum. Í haust vorum
við með tvo Landnemaskóla á Vesturlandi, sem tókust
mjög vel og við höldum áfram á þeirri braut.
Við viljum líka vekja athygli á fjölbreyttum möguleik-
um í raunfærnimati, en símenntunarmiðstöðvarnar eru
stöðugt að þróa með sér samstarf í þeim efnum og um
að gera að hafa samband við okkur og afla upplýsinga
um það.
Við erum með samning við Fjölmennt- símenntunar-
og þekkingarmiðstöð fyrir fatlaða. Þessi samningur
gerir okkur kleift að bjóða upp á námskeið fyrir fatlaða
um allt Vesturlands og hingað til hefur aðsóknin verið
góð og við leggjum okkur fram við að hafa framboðið
fjölbreytt.
Eins og alltaf erum við með fjölbreytt tómstunda-
námskeið þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi.
Það er skemmtileg vorönn framundan og
við hlökkum til að heyra frá þér!
Starfsfólk Símenntunarmiðstöðvarinnar
á Vesturlandi
Vefur: www.simenntun.is
Facebook: facebook.com/simenntun
4
NámSVISIR
VORÖNN 2017
STaRFSFóLk
Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi
Inga Dóra Halldórsdóttir
framkvæmdastjóri
[email protected]
& 863 0862
Guðrún Vala Elísdóttir
náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri
[email protected]
& 863 9124, 437 2391
Hörður Baldvinsson
verkefnastjóri
[email protected]
& 841 7710
Svava Björg Svavarsdóttir
skrifstofustjóri
[email protected]
& 437 2390
Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir
verkefnastjóri
[email protected]
& 437 2396
Brynja Mjöll Ólafsdóttir
verkefnastjóri
[email protected]
& 433 6929
SKELLTU Í LIKE Á
Símenntunarmiðstöðin
er á Facebook!
Finndu síðuna okkar og „líkaðu“ við okkur
og þú færð fréttir af öllum spennandi
námskeiðunum okkar.
facebook.com/simenntun
5
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
NÁMSKEIÐ
Í BOÐI SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐVARINNAR
Á VORÖNN 2017
Stígur hugrekkisins
– The Daring WayTM
Ertu hætt(ur) að hlakka til?
Finnst þér lífið renna hjá? Veltur
þú því stundum fyrir þér hvort
þetta sé allt og sumt? Langar
þig til nema staðar og skoða
nýja fleti á sjálfri/sjálfum þér? Þá
er Stígur hugrekkisins ef til vill
eitthvað fyrir þig.
The Daring WayTM er aðferðafræði, þróuð til að aðstoða
fólk við að „koma fram, láta ljós sitt skína og lifa hugrökku lífi“.
Á vinnustofunni verður fjallað um og kannaðir þættir eins og
berskjöldun, hugrekki, skömm og verðugleiki. Við ígrundum
hvaða hugsanir, hegðun og tilfinningar hamla okkur og
greinum hvernig nýtt val og nýjar venjur geta hjálpað okkur í
átt að betra lífi, í sátt við okkur sjálf eins og við erum.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Fös. 24. mars kl. 19:00 til 22:00, lau. 25. mars kl. 9:00 til 16:00,
mán. 27. mars kl. 18:00 til 22:00 og mán. 3. apr. kl. 18:00 til
21:00.
Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi og CDWF
Verð: 40.000 kr.
Hvernig vinnur maður
úr meðvirkni?
Meðvirkni getur birst á margan hátt, m.a. í óöryggi, eftirgjöf,
framtaksleysi, kvíða, þunglyndi, vanlíðan, skömm, sektarkennd
og samskiptaörðugleikum, Á þessu námskeiði verður farið yfir
grunnatriði meðvirkni og sérstök áhersla lögð á leiðir til að
vinna úr meðvirkni.
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Lau. 25. mars kl. 10:00 til 13:00
Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík
Lau. 25. mars kl. 14:00 til 17:00
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Mið. 8 mars kl. 18:00 til 21:00
Leiðbeinandi: Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni
fjölskyldumiðstöð.
Verð: 9.000 kr.
Jákvæð sálfræði og vellíðan
í starfi sjúkraliða og
heilbrigðisfólks
Á þessu námskeiði eru kynnt ýmis hagnýt og einföld verkfæri
og æfingar sem stuðla að betra og innihaldsríkara lífi, bæði
persónulega og í starfi.
Meðal þess sem fjallað verður um eru styrkleikar, tilgangur,
dyggðir, jákvæðni, bjartsýni, samskipti, sjálfsumhyggja, núvit-
6
NámSVISIR
VORÖNN 2017
und, hugleiðsla og ýmislegt fleira sem hefur áhrif á daglega
líðan og langtíma farsæld.
Námskeiðið er sett upp sem vinnustofa með áherslu á sjálfs-
eflingu með virkri þátttöku, sjálfsskoðun og umræðu.
Markmiðið er að þátttakendur fræðist um, þekki og geti nýtt
sér ýmis verkfæri jákvæðrar sálfræði til að efla vellíðan og
velgengni í starfi.
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Mán. og mið. 20. og 22. mars kl. 17:00 til 21:00
Leiðbeinandi: Steinunn Stefánsdóttir BA sálfræði, MSc við-
skiptasálfræði, MSc streitufræði
Verð: 23.900 kr.
Borgfirðingasögur
– rætur reifaðar og tengsl toguð
Námskeiðið er haldið í samstarfi Símenntunar-
miðstöðvarinnar á Vesturlandi, Snorrastofu og
Landnámssetursins í Borgarnesi.
Á námskeiðinu verður fjallað um Borgfirðinga-
sögur, aðrar en Eglu. Óskar Guðmundsson
rithöfundur í Véum flytur fyrirlestra með hefð-
bundnu sniði og efnt verður til umræðna á
meðal þátttakenda. Þótt sögurnar séu ekki á
meðal þekktustu Íslendingasagna, þá búa þær
allar yfir sögulegum þokka og hafa að sviði hið
víðfeðma goðaveldi Snorra Sturlusonar. Engu
að síður eru sögurnar innbyrðis ólíkar.
Dagskrá:
Hænsna Þóris saga, þri. 7. febrúar kl. 20 í Landnámssetri
Gunnlaugs saga ormstungu, þri. 7. mars kl. 20 í Snorrastofu
Bjarnar saga Hítdælakappa, þri. 4. apríl kl. 20 í Landnámssetri
Heiðavíga saga og Gísl þáttur Illugasonar, þri. 2. maí kl. 20 í
Snorrastofu
Verð: 13.500 kr.
Spjaldtölvunámskeið
Á námskeiðinu verður kennt að
nota algeng spjaldtölvuforrit, að
sækja öpp, tengjast þráðlausu
og fríu neti, setja upp tölvupóst,
stilla orkusparnað, tryggja öryggi
spjaldtölvunnar og breyta algeng-
um stillingum. Tekið verður tillit til
óska þátttakenda hvað þeir vilja læra en námskeiðið er ætlað
byrjendum. Alls fjögur skipti. Þátttakendur mæta með eigin
spjaldtölvur.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Mán. 6. til 27. feb. kl. 14:00 til 16:00
Leiðbeinandi: Aron Hallsson.
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Mán. 6. til 27. feb. kl. 17:00 til 19:00
Leiðbeinandi: Sigurjón Jónsson.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Mán. 6. til 27. mars kl. 17:00 til 19:00
Leiðbeinendur: Hugrún Elísdóttir og
Dagbjört Lína Kristjánsdóttir.
Verð: 17.500 kr.
7
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
Frá morgni til kvölds
með Röggu nagla
Nýjar og hollar hugmyndir að öllum máltíðum dagsins.
Á námskeiðinu verður farið í
hvernig hægt er að skipta út sykri
og hveiti fyrir hollari innihaldsefni,
en halda samt bragðgæðum.
Þátttakendur munu gæða sér á
afrakstrinum í lok námkeiðs. Þeir
fá uppskriftahefti og mæta með
eigin svuntur.
Auðarskóli í Búðardal
Mið. 19. apríl kl. 17:00 til 21:00
Leiðbeinandi: Ragnheiður
Þórðardóttir (Ragga nagli)
heilsusálfræðingur og einkaþjálfari.
Verð: 17.500 kr.
Nærumst í núvitund
Á námskeiðinu lærirðu að borða
með gjörhygli sem stuðlar að
jákvæðu sambandi við mat og
æskilegum valkostum.
Þú áttar þig á hvaða matur hentar
þínum smekk og bragðlaukum.
Þú velur mat sem í senn fullnægir
sál og nærir líkama.
Þú kemst í betri tengsl við svengd og seddu sem gefur
tilfinningu fyrir skammtastærðum.
Þú áttar þig á mætti umhverfisins sem stýra okkur oft í að
borða þegar við erum ekki svöng.
Þú áttar þig á eigin ósjálfráða venjumynstri og hvernig megi
bæta það.
Með gjörhygli í máltíðum kemst þú í tengsl við hugsanir þínar,
tilfinningar, líkamleg viðbrögð gagnvart matnum án þess að
fella dóma.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi (Ragga nagli)
Þri. 25. apríl kl. 20:00 til 21:30
Leiðbeinandi: Ragnheiður Þórðardóttir
heilsusálfræðingur og einkaþjálfari.
Verð: 9.500 kr.
Ítölsk matargerð
Á námskeiðinu verður umfjöllun
um ítalska matargerð og sögð
saga nokkurra vel þekktra ítalska
rétta. Þá verða eldaðir nokkrir
ítalskir réttir frá grunni.
Námskeiðinu lýkur með því að allir
borða saman.
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Mán. 3. apríl kl. 18:00 til 22:00
Leiðbeinandi: Albert Eiríksson matreiðslumaður, hann hefur
haldið úti bloggsíðunni alberteldar.com.
Verð: 17.500 kr.
8
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Vef- og
mósaíkprjón
Vefprjón er gömul aðferð þar
sem prjónaður er garðaprjónn
í tveimur litum. Á námskeiðinu
verður farið í vef- og mósaíkprjón
og gerðar prufur. Mósaíkprjón
er garðaprjón úr tveimur litum
þar sem annar liturinn er bak-
grunnslitur og hinn mynsturlitur.
Þetta er skemmtileg viðbót í
prjónatæknina, auðvelt, skemmti-
legt og fljótprjónað, bæði fyrir vana og óvana prjónara.
Þátttakendur mæta með tvo liti af garni ( ekki lopa eða loðið
garn) fyrir sömu prjónastærð 3,5 – 4, saumnál, skæri og
umfram allt góða skapið og brosið.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Þri. 14. mars kl. 18:00 til 21:00
Auðarskóli í Búðardal
Mán. 20. mars kl. 18:00 til 21:00
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Mán. 27. mars. kl. 18:00 til 21:00
Leiðbeinandi: Kristín Gunnarsdóttir hannyrðakona
Verð: 8.000 kr.
Menntun skapar
tækifæri
Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins
á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is
Ríkismennt
Skipholti 50 b, 3. hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • [email protected]
9
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
Myndir á efni – Rammalím
Á námskeiðinu verður kennt að
yfirfæra mynd á efni. Hægt er
að velja mynd úr blöðum, tölvu
eða mynd sem er ljósrituð. Hægt
er að setja myndina á púða, í
myndaramma o.fl. Auðvelt er að
vinna áfram með myndina með
útsaumi, blúndum, borðum eða
öðru skrauti. Allt efni er innifalið.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Lau. 25. feb. kl. 12:00 til 15:00
Leiðbeinandi: Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari
Verð: 9.000 kr.
Þurrþæfing
Á námskeiðinu er kennt að
þurrþæfa með þæfingarnál og
að blautþæfa í plastpoka. Unnin
verða einföld verkefni í tví- og
þrívídd. Jafnframt verða skoðaðir
aðrir möguleikar til að skreyta
verkið. Allt efni innifalið.
Auðarskóli Búðardal
Fös. 17. mars kl. 19:00 til 22:00
Leiðbeinandi: Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari
Verð: 9.000 kr.
Stenslað á efni
Á námskeiðinu verður kennt á auðveldan hátt hvernig hægt
er að skreyta flík með taumálningu. Margar aðferðir verða
kenndar meðal annars verður farið í hvernig hægt er að færa
barnateikningu yfir á efni með taulitum.
Allt efni innifalið.
Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík
Lau. 18. mars kl. 14:00 til 17:00
Leiðbeinandi: Gunnlaug Hannesdóttir textílkennari
Verð: 9.000 kr.
Unnið úr plastpokum
Á námskeiðinu verða kenndar
nokkrar aðferðir til að endurnýta
plastpoka og gefa þeim nýjan til-
gang. Hægt er að búa til úr þeim
snyrtibuddur, saumapoka eða
annað.
Einnig verður kennt hvernig hægt
er að nýta pokana til að prjóna og
hekla úr.
Allt efni er innifalið en gott væri að
taka með plastpoka.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Lau. 18. mars kl. 10:00 til 13:00
Leiðbeinandi: Gunnlaug
Hannesdóttir textílkennari
Verð: 9.000 kr.
10
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Að lesa í umhverfið
Hvernig er daglegt umhverfi okkar samansett, efni, litir,
hljóð, rými, ljós og skuggar. Hafa þættir í umhverfinu áhrif
á líðan okkar? Námskeiðið byggir á skoðun og greiningu
á nærumhverfi okkar og úrvinnslu á því á skapandi og
fjölbreyttan hátt s.s. í gegnum ljósmyndun, teikningu og
einföld módel.
Unnið með teikningu, vatnslitun og ljósmyndun.
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Þri. 7. feb. til 7. mars kl. 19:00 til 22:00
Leiðbeinandi: Helena Guttormsdóttir myndlistakona
Verð: 24.900 kr.
Vatnslitun
Fjallað verður um möguleika
einfaldrar skissutækni og
vatnslitunar til að fanga
fjölbreytilega og árstíðabundna
stemmingu í íslenskri náttúru og
nærumhverfi. Að auka möguleika
hvers og eins til að njóta
umhverfisins. Lifandi námskeið
þar sem unnið verður utan –
og innan dyra. Enginn grunnur
nauðsynlegur. Þátttakendur mæta með eigin liti, pensla og
pappír.
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Þri. 14. mars til 11. apríl kl. 19:00 til 22:00
Leiðbeinandi: Helena Guttormsdóttir myndlistakona
Verð: 24.900 kr.
Íslenska fyrir útlendinga
á vorönn 2017
Icelandic for foreigners
Áhersla lögð á daglegt mál, hlustun, tjáningu, skilning, lest-ur
og ritun. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að tjá
sig á íslensku og auðvelda þeim þannig að aðlagast íslensku
samfélagi.
Áætlað er að hafa námskeið á eftirfarandi stöðum þegar að
næg þátttaka næst:
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Verð: 38.000 kr.
Upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir: [email protected]
Information gives Guðrún Vala Elísdóttir: [email protected]
11
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
RaUnFæRNimaT
Raunfærnimat
hvað er nú það?
Býrð þú yfir hæfni sem þú vilt láta meta sem
jafngildi náms?
Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking
og færni á ákveðnu sviði svo sem reynsla af starfi, námi eða
félagsstörfum. Staðfesting á færni er skjalfest í lok ferilsins og
þMeekkðinraguunífsætarnrfiimoagtileegrghjaæmgtaat ðáDLMjöóeksrkrkariauluiðtðiurur::r:213295--6556-
gæti stytt nám í framhaldinu. 35
sýna fram á reynslu, færni og - 30
hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi/starfi.
Raunfærnimat með hliðsjón af færnikröfum ákveðinna
starfsgreina veitir tækifæri til að fá metna reynslu og færni
sem starfssviðið krefst.
Til að komast í raunfærnimat þarf að hafa starfað í við-
komandi grein í a.m.k. 3 ár og hafa náð 23 ára aldri. Náms-
og starfsráðgjafi fylgir þátttakendum í gegnum allt ferlið og
styður jafnframt við einstaklinginn eftir matið.
Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Við bjóðum upp á raunfærnimat í
eftirfarandi sviðum á VORönn 2017:
Tanntæknir
Metið á móti námskrá í tanntækni við Fjölbrautaskólann
við Ármúla. Tanntæknabrautin skiptist í almennar greinar,
sérgreinar og verklegar greinar. Boðið er upp á raunfærnimat
sem samsvarar 53 einingum/88 fein í sérgreinum og verk-
legum greinum.
Stuðningsfulltrúi,
leikskólaliði og félagsliði
Raunfærnimat í þjónustugreinum er ætlað starfsfólki á leik-
og grunnskólum eða sem vinnur við félagslega þjónustu
svo sem umönnun aldraðra og fatlaðra. Metið er inn á
leikskólaliðabraut, stuðningsfulltrúabraut og félagsliðabraut í
þeim framhaldsskólum sem bjóða upp á þessar brautir. Matið
tekur til námsáfanga þar sem þátttakendur hafa áunnið sér
reynslu, þekkingu og hæfni við sín störf.
FISKTÆKNI
Raunfærnimat í fisktækni er tækifæri fyrir einstaklinga sem
hafa starfsreynslu í fiskvinnslu, á sjó eða í fiskeldi. Nám
í fisktækni er hagnýtt tveggja ára nám og er byggt upp
sem bóklegt og verklegt nám. Námið skiptist í þrjár línur,
fiskvinnslulínu, fiskveiðilínu og fiskeldislínu. Námið gefur
möguleika á fjölbreyttum atvinnutækifærum í vaxandi
sjávarútvegi og/eða til áframhaldandi náms. Eftir raunfærnimat
hefur þátttakandi tækifæri til að ljúka brautinni en jafnframt
hefur hann möguleika á áframhaldandi sérhæfðu námi fyrir
sjávarútveginn eins og Marel vinnslutækni og gæðastjórnun.
Iðngreinar
Símenntunarmiðstöðin er í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
um raunfærnimat í viðurkenndum iðngreinum. Fjöldi einstakl-
inga hefur lokið raunfærnimati í viðurkenndum iðngreinum
og í framhaldinu lokið námi í viðkomandi iðngrein.
12
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Raunfærnimat
– samstarf við aðrar
símenntunarmiðstöðvar
Símenntunarmiðstöðin er í samstarfi við aðrar fræðslu-
miðstöðvar á landinu og veitir einstaklingum aðstoð sem
vilja komast í raunfærnimatí í öðrum greinum en þeim
sem nefndar hafa verið. Undirbúningur og ferli fer þá fram
hjá Símenntunarmiðstöðinni í samvinnu við viðkomandi
fræðslumiðstöð. Þátttakendur geta því að mestu lokið
raunfærnmati í héraði en lokaframkvæmd mats fer ýmist fram
á vettvangi skóla eða í gegnum skype.
Ef þú hefur áhuga – hafðu þá samband við Símenntunar-
miðstöðina og við athugum hvort raunfærnimat fyrir þig sé í
boði á öðrum fræðslumiðstöðvum.
Stykkishólmur
Bærinn við eyjarnar
13
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
viðurkenndar
námsleiðir
Landnemaskóli
School for settlers
Szkola dla Osiedlenców DLMöjókeskrrrkaaiuulðiðtuiurr:r::213295--6556--3350
Landnemaskóli er námsleið ætluð námsmönnum af erlendum
uppruna sem búa og starfa á Íslandi.
Lögð er áhersla á hagnýta fræðslu og upplýsingar sem nýtast
í íslensku samfélagi.
The school for settlers is a course for foreign students who
live and work in Iceland.
The emphasis is on practical education and information
which aer useful in Icelandic society.
W Szkole dla obcokrajowcow odbywa się kurs dla imigrantów którzy
mieszkają i pracują na Islandii. Celem kursu jest zaznajomienie
słuchaczy z praktycznymi informacjami przydatnymi w codziennym
życiu w islandzkim społeczeństwie.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir,
[email protected] eða í síma 437 2390.
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Verð: 26.000 kr.
Skref til sjálfshjálpar
í lestri og ritun
Námið er ætlað einstaklingum með lestrar- og skriftar-
örðugleika með það að markmiði að auka færni þeirra í
lestri og ritun. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist
mismunandi aðferðum og leiðum sem þeir geta nýtt sér til
að auka lestrarfærni sína og ritun. Á námskeiðinu kynnast
þátttakendur ýmsum tækjum og „öppum“ og hvernig hægt
er að nýta sér upplýsingatæknina til aðstoðar í daglegu lífi.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir, í
síma 437 2396 eða [email protected].
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Verð: 13.000 kr.
Kvikmyndasmiðja
Kvikmyndasmiðjan er námskeið í kvikmyndasköpun þar sem
farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu stuttmyndar – allt
frá handritsgerð til lokavinnslu.
Þátttakendur vinna verkefni í samvinnu og skila í lok nám-
skeiðs fullunnu myndbandi. Markmið námskeiðsins er
að kynna kvikmyndagerð og aðferðafræðina á bakvið
kvikmyndaverk og þróa skilning á helstu verkþáttum
kvikmyndagerðar. þátttakendur fá innsýn í verk sem unnin
eru á tökustað og eftirvinnslu með því að koma að framleiðslu
á kvikmyndaverki og vinna að raunhæfum verkefnum á
tökustað. Meðal námsþátta eru; hópefli, handritsgerð, skipu-
lag og upptökuáætlun, kvikmyndataka, eftirvinnsla kvik-
mynda og hljóðvinnsla kvikmynda. Gert er ráð fyrir að námið
hefjist í feb/mars og að kennsla fari fram á dagtíma.
Nánari upplýsingar veitir Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir í síma 437
2396 eða á netfangið [email protected].
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Verð: 31.000 kr.
14
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Grunnnámskeið
fyrir fiskvinnslufólk
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu
sjávarafla, þ.e. flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun,
rækju og skelvinnslu. Markmiðið er að auka þekkingu
þátttakenda á vinnslu sjávarafla og meðferð hans, allt frá
veiðum og að borði neytendans ásamt því að styrkja faglega
hæfni. Námið er kennt á dagtíma.
Nánari upplýsingar veitir Brynja Mjöll Ólafsdóttir í síma 433
6929 eða á netfangið [email protected]
Snæfellsnes
Verð: 17.000 kr.
Þjónusta Símenntunar-
miðstöðvarinnar við
nemendur í fjarnámi á
háskólastigi
Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt
og við flesta íslenska háskóla er boðið upp á
fjarnám af einhverju tagi.
Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun skóla hverju
sinni. Sumar námsbrautir gera ráð fyrir að nemendur
stundi námið eingöngu í gegnum tölvubúnað, aðrar
gera ráð fyrir notkun á myndfundabúnaði, sumar
námsbrautir gera þá kröfu til nemenda að þeir mæti í
námslotur meðan aðrar gera minni kröfur um slíkt. Nám
er í vissum tilfellum háð því að ákveðinn fjöldi náist í
námshópa og ræðst þá staðsetning af myndfundabún-
aði og nemendahópi.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands kynnir fjarnám á há-
skólastigi, veitir fjarnemum þjónustu í námsverum þar
sem eru myndfundabúnaðir, tölvutengingar og umsjón
með próftöku. Símenntunarmiðstöðin veitir jafnframt
ráðgjöf og upplýsingar til verðandi fjarnema og nem-
enda í námi. Námsráðgjöf er einnig veitt hjá öllum
háskólunum.
Internetið gerir landsbyggðarfólki kleift að sækja há-
skólanám úr heimabyggð. Háskólanám í heimabyggð
er gífurlega mikilvægur kostur og uppbygging fjarnáms
á háskólastigi hlýtur að þurfa að vera hluti af stefnu
ríkisstjórnar í byggðamálum.
Símenntunarmiðstöðinn á Vesturlandi leggur
sig fram við að þjónusta fjarnema í háskólanámi.
15
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
námskeið
FYRIR FÓLK MEÐ FÖTLUN
Eftirfarandi námskeið eru
í samstarfi við Fjölmennt –
símenntunar og þekkingarmiðstöð
og ætluð fólki 20 ára og eldra.
Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir sérkennari [email protected]
hefur umsjón með verkefninu.
Hagnýtt heimilishald
Þetta námskeið hentar þeim vel sem eru í
sjálf-stæðri búsetu, sjá um þvottinn, innkaup
og elda sjálfir. Kennt verður að flokka, þvo
og brjóta saman þvott. Einnnig verður
lögð áhersla á að þátt-takendur læri að
útbúa einfaldan, hollan og góðan mat. Þátt-
takendur hitta kennara fyrir upphaf nám-
skeiðs, velja matar-uppskriftir og skipu-leggja
innkaup sem þeir sjá sjálfir um. Kennt er inni á
heimilum þátt-takenda eftir sam-komulagi.
1 klst. á viku í 4 vikur.
Akranes
Leiðbeinandi: Katrín Leifsdóttir heimilisfræðikennari
Borgarnes
Leiðbeinandi: Katrín Leifsdóttir heimilisfræðikennari
Stykkishólmur
Leiðbeinandi: NN
Verð: 3.450 kr.
Framkoma og ræðumennska
Þátt-takendur þjálfast í að gera grein fyrir máli
sínu og tjá skoðun sína fyrir framan hóp af
fólki. Unnið verður með sjálfs-traust þeirra út
frá mál-efnum sem eru þeim hug-leikin. Með
æfingu er unnið mark-visst að því að auka
öryggi, sjálfs-traust og færni þátt-takenda
þannig að kvíði verður minni og gleðin meiri. Þeir semja og
flytja efni sem tengist eigin áhuga-máli eða vinnu.
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Laugardagur í febrúar, 4 klst.
Leiðbeinandi: Gunnsteinn Sigurðsson leiklistakennari
Verð: 900 kr.
Leiklist
Gefum ímyndunar-aflinu og leik-gleðinni laus-
an tauminn! Þátt-takendur kynnast ýmsum
leik-listar-formum til að efla sam-vinnu, frum-
kvæði, sjálf-stæði og hugmynda-flug. Unnið
verður með þætti eins og persónu-sköpun,
búninga, leikmuni og förðun. Þátt-takendur
vinna sam-eiginlega að frum-sömdu handriti að stuttum leik-
þætti sem sýndur verður í lok nám-skeiðs.
Grunnskólinn í Stykkishólmi
30. janúar – 27. mars
Mánudaga, klukkan 16:45 til 19:15 (9 skipti)
Leiðbeinandi: Gunnsteinn Sigurðsson leiklistakennari
16
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Spjaldtölvan
– upplifun og virkni
Þátt-takendur kynnast spjald-tölvunni sem
tæki til sam-eiginlegrar upp-lifunar og virkni.
Unnið er með þætti eins og frum-kvæði,
athygli, ein-beitingu og úthald. Áhersla er
lögð á að örva tjáningu og efla sam-spil.
Notaðir verða einfaldir leikir og gerðar verða
tilraunir með einfaldar val-töflur og mynd-rænar frá-sagnir.
Lögð verður áhersla á eftir-farandi smá-forrit í spjald-tölvunni:
Photos, Soundingboard og Story Creator.
Húsnæði Símenntunar á Akranesi
Febrúar – ein klst á viku eftir samkomulagi
Leiðbeinandi: Edda Einarsdóttir þroskaþjálfi og kennari
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Mars – ein klst á viku eftir samkomulagi
Leiðbeinandi: Edda Einarsdóttir þroskaþjálfi og kennari
Verð: 4.350 kr.
Tækjasalur I
– förum í ræktina og tökum á
Þátttakendur þjálfa þol, styrk, kraft og liðleika.
Lögð er áhersla á sjálf-stæði í tækjasal og að
allir fái æfingar við sitt hæfi. Lögð er áhersla
á skýrt upphaf og endi og að æfingar séu
sífellt í sömu röð. Kenndar verða æfingar sem
henta hverjum og einum persónulega og
kennt á tæki og umgengni í tækjasal. Mynd-ræn fram-setning
er notuð til að auka mögu-leika þátt-takenda á yfir-sýn og að
læra rútínu. Þátttakendur fá æfinga-plan sett upp í snjall-síma
eða spjaldtölvur sínar, úr skipulags-forritinu Trello.
Akranes – íþróttahúsið að Jaðarsbökkum
17. janúar – 4. apríl
Þriðjudagar r klukkan 16 – 17 (12 skipti)
Leiðbeinendur: Bjarki Sigmundsson einkaþjálfari og Marta
Dögg Pálmadóttir þroskaþjálfi
Verð: 10.400 kr.
Vinsamlegast
athugið að
skráning
fer fram
á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar:
www.simenntun.is
eða í síma 437-2390
Vinsamlegast skráið ykkur um leið
og þið sjáið námskeið við hæfi.
Hægt er að skipta greiðslum sé þess þörf.
17
NámSVISIR
SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI
Ferðamannastaðir
og gestamóttaka -
upplifun gesta
og samfélags
Hvernig viljum við taka á móti ferðamönnum?
Hver er upplifun gesta af heimsókn til okkar?
Hver er upplifun samfélagsins af
heimsóknum ferðamanna?
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda
á mótun og uppbyggingu ferðamannastaða, viðmóti í
gestamóttöku og upplýsingagjöf til gesta, hvort sem er á
þjónustustað eða úti í náttúrunni, í dreifbýli eða í þéttbýli.
Heildarhönnun og skipulag ferðamannastaða og gesta-
móttöku á að byggja á virðingu fyrir náttúru, sögu og
samfélagi, með áherslu á aðlaðandi viðmót, faglega
upplýsingagjöf og leiðsögn. Sé þetta gert rétt er hægt að
stuðla að markvissari stýringu, bættu aðgengi og auknu
öryggi gesta. Það eykur þá upplifun og ánægja þeirra
sem sækja staðinn heim sem skilar sér líka í meiri ábata til
rekstraraðila og umbun til samfélagsins.
Námskeiðið byggir á raundæmum og útskýringum með
áherslu á lausnir varðandi gestamóttöku, upplýsingagjöf,
umferðarstjórnun, viðmóti og leiðsögn. Með jákvæða
upplifun gesta og margvíslegan ávinning viðkomandi
samfélags að leiðarljósi.
Rætt verður um mikilvægi sjálfbærrar og ábyrgrar ferða-
þjónustu með áherslu á samfélagið. Farið yfir aðferðir
umhverfisstjórnunar og sjónrænnar hönnunar varðandi
viðmót og umgjörð ferðamannastaða. Auk mikilvægis
upplýsingagjafar og leiðsagnar til að bæta stýringu, efla
öryggi og auka upplifun gesta.
Námskeiðið er kennt að hluta í fjarnámi, en tveir vinnu-
fundir (staðfundir) verða haldnir, annar í upphafi og hinn í
lok námskeiðs, ásamt tveimur netfundum þar á milli.
Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur
frá 2. febrúar til 23. febrúar 2017.
Leiðbeinandi: Kjartan Bollason lektor við ferðamáladeild
Háskólans á Hólum.
Verð: 15.000 kr.
Námskeiðið er samstarfs- og þróunarverkefni
styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands.
Skráning og nánari upplýsingar
á www.simenntun.is og í síma 437 2390
18
NámSVISIR
VORÖNN 2017
Þín leið
til fræðslu
Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga
og stofnana þeirra á landsbyggðinni.
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum
stéttarfélaganna.
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin
um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar.
Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is
Sveitamennt
Skipholti 50 b, 3.hæð • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • [email protected]
19
ENNEMM / SÍA / NM40084
VERÐMÆTUR
KRAFTUR
Við viljum með ábyrgð og hagsýni að leiðarljósi hlúa að
framtíð barnanna okkar. Við höfum trú á framtíðinni og tökum
þátt í kraftmiklu samstarfi til uppbyggingar atvinnulífs og
verðmætasköpunar á Íslandi.
Hagsýni - Liðsheild - Heilindi